Lög Haxi


 
Lög Haxa
Samþykkt á aðalfundi 1. apríl 2016
 
I. Kafli – Félagið
 
1. grein
Félagið heitir Hagsmunafélag líffræðinema, skammstafað Haxi. Félagið hefur aðsetur í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík. Varnarþing þess er í Reykjavík.
2. grein
Aðild að Haxa geta þeir stúdentar fengið sem stunda grunnám í lífvísindum við Háskóla Íslands. Félagsgjöld eru ákveðin af stjórn Haxa og skulu félagar er greitt hafa félagsgjöld fá félagsskírteini því til staðfestingar. Handhafar skírteina skulu fá afslátt og forgang á skemmtanir á vegum Haxa og skal heildar afsláttur á allar skemmtanir skólaársins nema hærri upphæð en andvirði félagsgjalda. Stjórn félagsins er undanskilin félagsgjöldum, fær frían miða á árshátíð félagsins og afslátt á aðra viðburði ef fjárhagur leyfir. Það er í höndum gjaldkera að ákveða umframafslætti fyrir stjórn.
3. grein
Tilgangur félagsins er:
- Að gæta hagsmuna félagsmanna í hvívetna, innan Háskólans og utan.
- Að vekja athygli félagsmanna á málum sem varðar líffræði og líffræðinema.
- Að standa að ferðum, fræðslufundum og skemmtunum fyrir félaga.
- Að styðja við bakið á hvers kyns félagsstarfsemi meðal líffræðinema.
 
II. Kafli – Stjórn
 
4. grein
Stjórn félagsins fer með æðsta vald félagsins milli aðalfunda. Hana skipa:
- Formaður sem er jafnframt fulltrúi stúdenta í Líffræðifélagi Íslands. Hann stýrir fundum stjórnar og boðar til þeirra. Hann er hagsmunafulltrúi félagsins og skal sitja í stjórn NáttVerks. Hann er talsmaður félagsins út á við og ber endanlega ábyrgð á starfi félagsins.
- Varaformaður sem jafnframt er skemmtanastjóri félagsins. Hann hefur umsjón með innra starfi félagsins og vísindaferðum. Í fjarveru formanns gengur varaformaður í hans stað.
- Ritari ber ábyrgð á eigum Haxa, gögnum, fundargerðum og samfélagsmiðlum.
- Gjaldkeri varðveitir félagssjóð, sér um öll fjármál félagsins og hefur eftirlit með öllum sjóðum félagsins. Hann er eini varanlegi prókúruhafi félagsins en getur veitt öðrum félagsmönnum tímabundið prókúruumboð. Gjaldkeri ber ábyrgð á ársreikningagerð félagsins. Gjaldkeri skal vera fjárráða.
- Meðstjórnandi, fulltrúi þriðja árs nema.
- Meðstjórnandi, fulltrúi annars árs nema.
- Meðstjórnandi, fulltrúi fyrsta árs nema.
- Alþjóðafulltrúi HAXA verður stjórnarmeðlimur sem að verður kosinn með leynilegri kosningu á aðalfundi. Hann sér um hagsmuni skiptinema og auglýsa skiptinám meðal líffræðinema. Hann skal mæta á fundi skiptinemasamtaka. Honum er ekki skylt að mæta á félagsfundi HAXA. Þau skilyrði sem að framboðsaðili þarf að uppfylla er að hafa lokið fyrsta ári í líffræði.
5. grein
Stjórnarfundir félagsins eru opnir öllum félagsmönnum en einungis stjórn hefur atkvæðis- og tillögurétt. Atkvæði stjórnarmeðlima vega jafnt og einfaldur meirihluti ræður ákvarðanartöku stjórnar. Standi atkvæði stjórnar á jöfnu ræður atkvæði formanns úrslitum. Gjaldkeri hefur neitunarvald í ákvörðunum sem fela í sér fjárhagslegar skuldbindingar, geti hann rökstutt að félagið hafi ekki fjárhagslega burði til að standa undir skuldbindingunni.
6. grein
Stjórn félagsins skal skilja jákvæðri eignarfjárstöðu á aðalfundi í apríl. Ekki má skila fjármálum með bakreikningum. Reikningsár félagsins er milli aðalfunda.
7. grein
Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi ár hvert að undanskildum fulltrúa fyrsta árs. Hann skal kosinn á nýnemakvöldi sem skal halda eigi síðar en þremur vikum frá upphafi haustmisseris. Kosningarrétt og kjörgengi til stöðu fyrsta árs fulltrúa hafa þeir sem lokið hafa færri en tveimur misserum í viðeigandi námi.
8. grein
Ný stjórn Haxa tekur formlega við stjórnartaumum við lok vormisseris þess árs sem hún er kjörin.
 
III. Kafli – Aðalfundur
 
9. grein
Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins og skal haldinn í apríl ár hvert. Aðalfund skal boða með minnst tveggja vikna fyrirvara og jafnframt kynna þau embætti sem kostið verður um. Auk þess skal þá auglýsa eftir lagabreytingatilögum og erindum sem félagsmenn vilja ræða á aðalfundi. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað og minnst tíu atkvæðisbærir menn sitja hann. Á aðalfundi gilda almenn fundarsköp. Stjórn Haxa hefur leyfi til að halda auka aðalfund yfir skólaárið sem hún situr í stjórn, sjái þau fram á að nauðsyn krefji.
10. grein
Lagabreytingatillögur sem bera á upp á aðalfundi skulu berast stjórn annað hvort skriflega fyrir fundinn eða á fundinum sjálfum. Stjórn skal sjá til þess að kynna lagabreytingatillögur á aðalfundi. Framboð sem bera á upp á aðalfundi skulu berast skriflega til stjórnar með minnst sólarhrings fyrirvara fyrir aðalfundinn. Hægt er að bjóða sig fram með styttri fyrirvara ef færri en tvö framboð eru í tiltekið embætti. Hægt er að tilnefna einstakling í embætti ef hann svo kýs.
11. grein
Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar fyrir líðandi starfsár lögð fram til samþykktar
3. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Kosningar í embætti samkvæmt 12.grein
6. Önnur mál
12. grein
Kosið skal með leynilegri kosningu í eftirfarandi embætti á aðalfundi.
1. Stjórn félagsins, utan fulltrúa fyrsta árs. Kosið skal sérstaklega í hverja stöðu.
2. Fulltrúi fyrir hönd líffræðinema á námsbrautarfundi, deildarfundi og deildarráðsfundi.
3. Ritstjóri Kímblaðsins sé áhugi fyrir því. Kímblaðið er árlegt málgagn líffræðinema og sér ritstjóri um að skipa ritsjórn að aðalfundi loknum.
13. grein
Kosningarrétt og kjörgengi á aðalfundi hafa þeir sem borgað hafa félagsgjöld.
Kosningarrétt og kjörgengi til stöðu fulltrúa annars árs nema hafa þeir sem lokið hafa fleiri en einu og færri en fjórum misserum í viðeigandi námi.
Kosningarrétt og kjörgengi til fulltrúa þriðja árs nema hafa þeir sem lokið hafa hið minnsta þremur misserum í viðeigandi námi.
Kosningarrétt til annarra embætta hafa allir félagsmenn en kjörgengir eru einungis þeir sem eiga minnst tvö misseri eftir af námi.
 
IV. Kafli – Önnur ákvæði
 
14. grein
Félaginu verður einungis slitið á aðalfundi með 4/5 hluta greiddra atkvæða. Við slit renna allar eigur félagsins til líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands. Sé félaginu slitið skulu eignir þess fengnar líf- og umhverfisvísindadeild til varðveislu þar til hagsmunafélög sviðsins stofna annað félag eða endurvekja hið gamla, sem ótvírætt telst arftaki hins fyrra félags og fær það þá eignirnar.
15. grein
Lögum þessum verður einungis breyt með meirihluta atkvæða á aðalfundi.
16. grein
Lög þessi öðlast þegar gildi.