Skráningardagar 2019

Sett inn 6th Sep 2019 11:18:35 í

Skráningardagar Haxa hófust nú 4. september síðastliðinn! Þá er félagsgjald fyrir heilt ár 6000kr og 4000kr fyrir hálft ár. Það er hægt að senda Haxa skilaboð á Facebook síðu okkar með símanúmer og kennitölu til að fá senda rukkun á AUR. Einnig er hægt að leggja inn á okkur, bankaupplýsingar eru einnig á Facebook. Að skráningu lokinni er hægt að búa til aðgang hér á okkar vefsíðu. Við virkjum ykkur síðan! Hér mun vera hægt að skrá sig í vísindaferðir (mjög mikilvægt) og einnig skoða glósubanka og lög Haxa. Það er líka rétt að minnast á það að sá sem skráir sig (og mætir) í flestar vísindaferðir á árinu hlýtur titilinn Vísindamaður ársins á árshátíð okkar, og því fylgja ýmsir vinningar. Hlökkum svakalega til að sjá ykkur flest í vísó og viðburðum á árinu!

Ást og friður,

stjórn Haxa.