Skráning í Haxa 2020-2021
Sett inn 26th Aug 2020 20:42:48 í
Skráningardagar Haxa hófust 24. ágúst síðastliðinn! Félagsgjald fyrir önnina er 4000kr. og árið kostar 6000kr.
Hægt er að skrá sig í nemendafélagið okkar á tvo vegu:
Hægt að aura á okkur @haxi (má setja inn HAXI2020 í skýringu)
Leggja inná okkur, reikningnsnúmer 0137-26-041082 og kennitala 441082-0459 og setja skýringuna HAXI2020.
Að skráningu lokinni er hægt að búa til aðgang hér á vefsíðunni sem við virkjum síðan. Á síðunni mun vera hægt að skrá sig í vísindaferðir og einnig skoða glósubanka og lög Haxa.
Sá sem skráir sig (og mætir) í flestar vísindaferðir á árinu hlýtur titilinn Vísindamaður ársins á árshátíðinni okkar í vor, því fylgja ýmsir vinningar. Hlökkum svakalega til að sjá ykkur flest í vísó og viðburðum á árinu!
Við mælum með því að allir skrái sig í HAXA til að geta tekið fullan þátt í félagslífinu og öllum þeim skemmtilegu viðburðum sem eru framundan. ÞETTA VERÐUR SVO PEPP OG SVO GAMAN
Bestu kveðju,
Stjórn Haxa